Sumarstarf 2018

nfl_fanafootball_logo  LLBBCampLogo2006  HMR_color_logo_small 

AMERÍSKUR FÁNAFÓTBOLTI / HAFNABOLTI  SUMARNÁMSKEIÐ  2018
Hafnarbolti og Amerískur fánafótbolti (engin tækling) verða kennd núna í sumar. Aðstaðan er í Laugardalnum Reykjavík á “Tröllatúni”, grasbletturinn á milli Suðurlandsbrautar og Engjavegar á móti Glæsibæ. Nemendur námskeiðsins læra að spila báðar íþróttirnar og reglurnar á sama tíma. Námskeiðið er opið fyrir þá sem eru á aldrinum 7–16 ára. Námskeiðið er haldið virka daga kl. 9–12 eða kl. 13–16. Námskeiðsgjald er 22.000 kr. – WILSON Amerískur fótbolti, hafnabolta kylfa, hanska og hafnabolta innif. Veittur er 20% systkynaafsláttur og 20% afsláttur ef sótt er um fleiri en eitt námskeið. Mögulegt er að skrá þátttakendur viku í senn. Þá kostar vikan 15.000 kr. (búnaður innifal.) Krakkarnir mæta í íþróttafatnaði og með nesti.

TENNISNÁMSKEIÐ – Liðakeppni TSÍ
Hafna- og Mjúkboltafélagið er í samvinnu með Tennisklúbb Víkings vegna sumar tennisstarf.   Vinsamlegast fara inná http://tennis.is/sumar2018/ til að lesa meira um það sem er í boði.  Núna í ár verður skipulögð liðakeppni milli tennisfélaga í U8, U10, U12 aldursflokkum og meistaraflokki. Ef þú hefur áhuga að keppa fyrir hönd Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur í sumar, vinsamlegast hafðu samband í síma 820-0825 eða á netfangið hmr@hmr.is

HMR áskilur sér rétt til þess að fella niður námskeið sé þátttaka ekki næg.