Rafn Kumar tennismaður ársins

Rafn Kumar Bonifacius hafa verið út­nefnd tenn­is­maður árs­ins af Tenn­is­sam­bandi Íslands.

Niðurstaðan var ein­róma en at­kvæðis­rétt hafa all­ir í stjórn og vara­stjórn TSÍ ásamt starf­andi landsliðsþjálf­ur­um og önnur ár í röð að Rafn Kumar er valinn.

Rafn Kumar hef­ur verið ósigraður hér­lend­is síðan ág­úst 2014. Hann vann öll þrjú stærstu mót árs­ins; Meist­ara­mót karla í janú­ar, Meist­ara­flokk­ur karla á Íslands­móti Inn­an­húss í apríl og Meist­ara­flokk karla á Íslands­móti Ut­an­húss í ág­úst, auk þess að vera efst­ur á Stigalista TSÍ vegna árs­ins 2016. Rafn Kumar hef­ur æft af kappi í ár og ferðast tals­vert þar sem hann hef­ur verið að spila í mótaröð at­vinnu­manna frá fe­brú­ar 2016. Mark­mið hans er að vera meðal bestu 500 spila heims fyr­ir lok árs­ins 2018.

Rafn Kumar Bonifacius