Rafn Kumar kjörin tennismaður ársins 2015

Tennissamband Íslands tilnefndi tennisfólk ársins í gær og var Rafn Kumar Bonifacius valinn tennismaður ársins 2015. Þetta er í fyrsta skipti sem iðkandi Hafna- og Mjúkboltafélags er valinn íþróttamaður sérsambands og í fyrsta skipti í 16 ár sem Reykvískt tennisfélag á tennismann ársins eða síðan Hrafnhildur Hannesdóttir hjá Fjölni árið 1999.
Stutt saga um árið hjá honum – Snemma árs sigraði Rafn Kumar Meistaramót TSÍ í meistaraflokki. Hann vann bæði Íslandsmót innan- og utanhúss á árinu í meistaraflokki, bæði í einliða- og tvíliðaleik. Hann spilaði fyrir hönd Íslands á Davis cup(heimsmeistaramóti landsliða) í júlí og vann þar tvo leiki. Með góðum árangri á árinu tryggði hann sér sigur sem stigameistari TSÍ og einnig er hann nr.1 á stigalista TSÍ. Rafn Kumar hefur verið ósigraður hérlendis síðan ágúst 2014. Hann stefnir á að taka þátt á mótaröð atvinnumanna frá febrúar 2016 og að vera kominn innan bestu 500 spilara heims lok 2018.

Rafn Kumar Bonifacius
Rafn Kumar Bonifacius