Rafn Kumar kjörin tennismaður ársins 2015

Tennissamband Íslands tilnefndi tennisfólk ársins í gær og var Rafn Kumar Bonifacius valinn tennismaður ársins 2015. Þetta er í fyrsta skipti sem iðkandi Hafna- og Mjúkboltafélags er valinn íþróttamaður sérsambands og í fyrsta skipti í 16 ár sem Reykvískt tennisfélag á tennismann ársins eða síðan Hrafnhildur Hannesdóttir hjá Fjölni árið 1999.
Stutt saga um árið hjá honum – Snemma árs sigraði Rafn Kumar Meistaramót TSÍ í meistaraflokki. Hann vann bæði Íslandsmót innan- og utanhúss á árinu í meistaraflokki, bæði í einliða- og tvíliðaleik. Hann spilaði fyrir hönd Íslands á Davis cup(heimsmeistaramóti landsliða) í júlí og vann þar tvo leiki. Með góðum árangri á árinu tryggði hann sér sigur sem stigameistari TSÍ og einnig er hann nr.1 á stigalista TSÍ. Rafn Kumar hefur verið ósigraður hérlendis síðan ágúst 2014. Hann stefnir á að taka þátt á mótaröð atvinnumanna frá febrúar 2016 og að vera kominn innan bestu 500 spilara heims lok 2018.

Rafn Kumar Bonifacius
Rafn Kumar Bonifacius

Anna Soffia og Rafn Kumar sigruðu 4.Stórmót TSÍ

4.Stórmóti TSÍ lauk í gær með úrslitaleikjum í ITN styrkleikaflokki. Sigurvegarar í meistaraflokki kvenna og karla voru nna Soffía Grön­holm úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Rafn Kumar sigraði föður sinn, Raj K. Bonifacius 6-1 og 6-2. Með sigr­in­um hef­ur Rafn Kumar tryggt sér sig­ur sem stiga­meist­ari TSÍ fjórða árið í röð þegar tvö mót eru eft­ir á ár­inu, bikar­mót TSÍ og meist­ara­mót TSÍ.

Anna Soffía sigraði Söru Lind Þor­kels­dótt­ur, úr tennisdeild Vík­ings örugglega 6-0 og 6-0. Þetta er fjórði meist­ara­flokkstit­ill­inn hjá Önnu Soffíu í ár og fyrsti úr­slita­leik­ur Söru Lind­ar á stór­móti TSÍ.

20151206_103708

Frank Moser í heimsókn

Frank Moser, atvinnumaður í tennis, var í stutt heimsókn í vikunni og æfði með Rafn Kumar nokkrar klukkutímar.   Hann hefur verið nr. 48 í tvíliða  og nr. 288 í einliða á heimslistann, unnið 26 tvíliðaleiks atvinnumótum en sennilega frægasta afrek hans er þegar hann og Ivo Karlovic unnu heimsmeistarar Bryan bræðir á Bandariska Opið  árið 2011.   Frank og Raj keppti fyrir söma háskólalið í Bandaríkjana – Virginia Commonwealth University, í Richmond, Virginia.

Frank Moser & Rafn Kumar
Frank Moser & Rafn Kumar