Hjördís Rósa og Rafn Kumar unnu Meistaramót TSÍ

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur fögnuðu sigri í kvenna- og karlaflokki á Meistaramóti Tennissambands Íslands sem lauk í gær. Hjördís Rósa mætti Heru Björk Brynjarsdóttur úr Fjölni í mjög jöfnum og spennandi leik í kvennaflokki sem fór í þrjú sett 1-6, 6-3 og 6-3 en…